
Skraut Bakkusar
Hugsunin á bak við þetta hlaðvarp ( Podcast ) er að ræða alkóhólismann og öllum þeim ólíku vinklum sem honum tengist. Sjálfur er ég alkóhólisti sem tók minn síðasta drykk árið 2009. Ég er alls ekki sérfræðingur um sjúkdóminn en ég þekki af eigin reynslu hversu öflugur og lævís þessi sjúkdómur er. Af þessari reynslu hef ég lært að þekkja muninn á góðum bata og slæmum bata. Í þessum þáttum sest ég niður með sjálfum mér og öðrum, spjalla um sjúkdóminn og allt það sem honum fylgir. Stóra markmiðið er að aðrir alkóhólistar/fíklar og aðstandendur finni hér einhverja tengingu sem gæti hjálpað.
Podcasting since 2022 • 38 episodes
Skraut Bakkusar
Latest Episodes
Innri þjáning - Gísli
Í þessum þætti spjalla ég við hann Gísla Sigurðarsson. Gísli leggur hér inn sögu sína á mjög einlægan og áhrifaríkan hátt. Nafn þáttarsins, innri þjáning, er komið úr sögu hans þegar hann lýsir því ástandi sem hann var...
•
Season 2
•
Episode 38
•
1:00:15

Edrúlífið - Pálmi
Í dag heyri ég í fastagesti þáttarins honum Pálma Fannari. Pálmi Fannar hefur undanfarin ár haldið utan um og séð um Edrúlífið á Djúpavogi. Edrúlífið er í dag stór viðburður á Hammond tónlistahátið á Djúpavogi. Pálmi f...
•
Season 2
•
Episode 37
•
53:18

Leikstjóri lífsins - Hrund
Gestur minn í þessum þætti heitir Hrund Ottósdóttir. Sagan hennar hefst á hæfileikaríkri ungri stúlku sem er að kynnast lífinu. þessi stúlka kynnist fljótlega kvíða, óöryggi og lendir í einelti áður en hún byrjar svo...
•
Season 2
•
Episode 36
•
1:02:58
