
Skraut Bakkusar
Skraut Bakkusar
Andlegt mein - Ari Auðunn
Í dag fæ ég til mín magnaðan ungan dreng.
Sjómaðurinn Ari Auðunn Jónsson fer með mér yfir sína sögu og fer það vel í gegnum hana með mér að á tímabili var ég kominn með honum inn í söguna.
Ari er góður sögumaður og kemur inn á margt í sinni sögu sem er ótrúlega auðvelt að tengja við á einn eða annan hátt.
Hann fer yfir það með okkur hvernig hann á ungum aldri áttar sig á því að hann er líklega alkóhólisti en hann fer fyrst í meðferð 17 ára gamall. Ferlið í kringum batann, ferlið í kringum fallið, myrkrið og ljósið kemur vel fram í sögunni.
Ég er afar þakklátur að hafa fengið Ara inn í Skraut Bakkusar og ég vona að þið tengið eins vel og ég tengdi við hann.
Ari Auðunn Jónsson er einn af oss 🙏
Guð gefi mér æðruleysi,
til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því sem ég get breytt,
og vit til að greina þar á milli 🙏