Skraut Bakkusar

Stjórnleysið sem stjórnaði rútínunni - Halla Vilbergs

Season 1 Episode 28

Gestur minn þessa vikuna heitir Halla Vilbergs. 

Ég var afskaplega glaður þegar hún Halla samþykkti að setjast niður með mér í Skrautinu því hún hefur verið ótrúlega dugleg og opinská með sína edrúmennsku. 

Þarna liggur fortíð og kyning hennar við áfengi. Þarna liggur líka þróun á drykkju sem við þekkjum mörg hver ansi vel. Feluleikurinn, óheiðarleikinn og það að skilja ekki hvernig aðrir skilja ekki af hverju maður á svo skilið einn bjór. Einn bjór sem öllu stjórnar öskrar að sjálfsögðu á þann næsta og svo framvegis. 

Halla er opin og skemmtileg persóna sem gaman er að hlusta á. Hún dregur hér fram í dagsljósið sína sögu til þess að þú tengir kæri hlustandi. 

Ég mæli svo sannarlega með hlustun. 

Halla Vilbergs er ein af oss 🙏

Guð gefi mér æðruleysi,
til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því sem ég get breytt,
og vit til að greina þar á milli 🙏